EINKAÞJÁLFUN SEM SKILAR ÁRANGRI

Betra form, meiri styrkur & betri líðan

ARON ÞJÁLFARI

Aron Valtýsson, oft kallaður Roni pepp, er menntaður ÍAK einkaþjálfari og er frá
Vestmannaeyjum. Aron býr í Hveragerði, þar sem hann hefur einsett sér að hjálpa
fólki að ná markmiðum – hvort sem það snýst um styrk, þol, þyngdarstjórnun eða
bætta líðan.

Vegferð Arons hefur ekki alltaf verið bein. Lífsins áskoranir kenndu honum dýrmætan
lærdóm og hjálpuðu við gera að hann að þeim þjálfara sem hann er í dag. Aron hefur
unnið á sjó og starfað sem einkaþjálfari í Vestmannaeyjum áður en hann tók skrefið í
átt að sérhæfðari þjálfun og persónulegri leiðsögn. Með djúpa þekkingu á líkamsrækt,
næringu og andlegri heilsu leggur Aron áherslu á að veita persónulega nálgun sem
skilar árangri.

Hann vill ekki aðeins hjálpa fólki að æfa rétt, heldur einnig að hjálpa einstaklingum að
temja sér heilbrigðan hugsunarhátt þegar kemur að æfingum og almennri heilsu.

Nánar um mig

Af hverju að velja einkaþjálfun?

  • Sérsniðin áætlun | Æfingar miðað við þín markmið og núverandi getu
  • Fagleg leiðsögn | Rétt tækni, forvarnir gegn meiðslum og stöðugur stuðningur
  • Hvatning & eftirfylgni | Ég stend með þér alla leið, fylgi þér eftir og held þér á réttri braut
  • Sýnilegur árangur | Styrkur, úthald og betri líðan – jafn andlega sem og líkamlega
  • Einkaþjálfun fyrir þig | hvort sem þú ert byrjandi eða með reynslu – ég mæti þér þar sem þú ert

Byrjaðu í dag með ókeypis prufutíma!

Bóka prufutíma

Þjónustan mín – Þjálfun sem Hentar þér

  • LóðEinkaþjálfun | 100% sérsniðin æfingaáætlun með persónulegri leiðsögn
  • HópurHópaþjálfun | Æfingar í litlum hópum fyrir aukna hvatningu og samheldni
  • NetNetþjálfun | Sérhönnuð æfingaprógrömm sem þú getur fylgt hvar sem er
  • MaturMataræði & næring | Fáðu leiðbeiningar fyrir hámarksárangur
  • HeilsaEndurhæfing & fyrirbyggjandi þjálfun | Styrkjum grunninn, skref fyrir skref
Skoða Nánar

Umsagnir viðskiptavina

Þegar ég skráði mig í þjálfun hjá Aroni var ég engan veginn tilbúinn fyrir fagmennskunni sem hann sýndi.Ekki bara sá hann til þess að æfingarnar tóku vel á, heldur passaði hann líka uppá að þær yrði ekki yfirþyrmandi. Að mæta í tíma hjá honum var alltaf skemmtilegt og upphressandi þökk sé jàkvæðu orkunni sem hann geislar af.Þú færð ekki bara þjálfara, heldur góðan vin í þokkabót. Mæli eindregið 10/10“

– Óli

Ég hef verið hjá Aroni í nokkra mánuði og get ekki mælt meira með honum. Ég byrjaði hjá honum og tók spurningalista hjá honum þar sem ég gat komið á framfæri það sem ég var að sækjast eftir í þjálfun. Ég byrjaði hjá honum með meiðsli og hann henti í program sem hentaði mjög vel fyrir mig á þeim tíma. Ég nýtti mér Aron til fulls og þar sem ég vildi einblína á ákveðna vöðva og hann henti í nýtt program á no time. Ég hef verið hjá öðrum einkaþjálfurum og Aron er besti einkaþjálfari sem ég hef verið hjá. Eins og ég sagði í byrjun þá mæli ég eindregið með honum“

– Júlíus

„Ég byrjaði hjá Aroni á mínum versta tíma andlega og líkamlega og hann mætti mér strax, gaf mér andlega leiðsögn, matarprógram og æfingarprógram. Ég var orðin alltof grönn og lín og leið alls ekki vel. Þessi prógrömm hafa hjálpað mér að styrkjast, þyngjast og líða betur andlega. Ég hef ekki farið á egglos lengi og verið mjög óregluleg á mínum tíðahring en núna er ég orðin regluleg og fer á reglulegt egglos sem er mikilvægt fyrir konur á barneignaaldri og ég er jú að reyna eignast barn og er loksins að fá reglulegt egglos og þetta hefur sýnt mér hvað Aron hefur virkilega hjálpað mér mikið og ég er enn að reyna gera mér grein fyrir því. Viðurkenni að ég var fyrst ekki með mikla trú á að þetta myndi hjálpa mér en ég er bara orðlaus hvað þetta hefur hjálpað mér mikið. Ég er t.d. með mjólkuróþol og Aron gerði bara prógram eftir því og gerði einnig æfingarprógram sem hentaði mér og mínum líkama best. Hann einnig heyrir reglulega í manni og athugar hvernig gengur og er algjörlega að fylgja sínu fólki. Gæti ekki mælt meira með honum!”

– Lísbet

Viltu upplifa sama árangur?

Bóka prufutíma

Skráning & fyrsta skrefið að betra líkamsformi!

Viltu efla heilsu, styrk og orku – á þínum eigin forsendum?

Með einkaþjálfun sem sniðin er að þínum markmiðum færðu faglega leiðsögn, stuðning og persónulega áætlun sem hjálpar þér að ná árangri – á þínum hraða og með þínum lífsstíl í huga.

Þú getur valið úr einka-, hópa- eða netþjálfun – allt eftir því hvað hentar þér best. Prufutíminn gefur þér tækifæri að fara yfir þína stöðu, hver þín markmið eru og hvernig þjálfun myndi henta þér, án skuldbindinga.

Skráðu þig og taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan!

Bóka prufutíma