ÞJÓNUSTA

Finnum Það sem hentar þér

Einkaþjálfun

Markviss Þjálfun fyrir þig

Sérsniðin þjálfun sem tekur mið af þínum markmiðum, getu og lífsstíl. Með persónulegri leiðsögn getum við tryggt að þú fáir hámarksárangur með réttum æfingum, réttri tækni og stöðugri hvatningu.

Hópaþjálfun

Æfðu þig með vinum

Öflug og árángursríkar æfingar í litlum hópum þar sem allir fá athygli og hvatningu. Frábært fyrir þá sem vilja æfa með öðrum, bæta sig og hafa gaman í leiðinni.

Fjarþjálfun

Persónuleg leiðsögn hvar sem er

Þjálfun á þínum forsendum, hvar sem þú ert. Þú færð sérsniðna æfingaáætlun, reglulega eftirfylgni og stuðning í gegnum netið og hægt að hafa beint samband við þjálfara í síma. Allt sem þú þarft til að halda fókus og ná árangri heima eða í ræktinni.

Mataræði & Næring

Ráðgjöf fyrir hámarksárangur

Árangurinn byrjar í eldhúsinu. Ég hjálpa þér að finna jafnvægi í mataræðinu með einföldum og raunhæfum lausnum sem styðja við þín markmið – án öfga eða flókinna kúrakerfa.

Endurhæfing & fyrirbyggjandi þjálfun

Áhersla á grunnstoðir og rétt form

Hvort sem þú ert að jafna þig eftir meiðsli eða vilt draga úr líkum á þeim, þá er þessi þjálfun hönnuð til að byggja upp styrk, hreyfanleika og öryggi. Markmiðið er að bæta líkamlega getu og stuðla að sjálfbærum árangri til lengri tíma.

Algengar Spurningar

Svör við helstu spurningum tengt þjálfun

Ertu ekki viss um hvar þú átt að byrja? Hér svara ég algengum spurningum um ferlið, undirbúning, tímasetningar og allt sem gott er að vita áður en þú byrjar.

skoða