Aron,
einkaþjálfari
þinn.
með sérsniðinni þjálfun færðu faglega leiðsögn, sérhannaða æfingaráætlun og stuðning til að ná markmiðum þínum
Aron Þjálfari / Ronni Pepp
Aron Valtýsson, oft kallaður Roni pepp, er menntaður ÍAK einkaþjálfari og er frá
Vestmannaeyjum. Aron býr í Hveragerði, þar sem hann hefur einsett sér að hjálpa
fólki að ná markmiðum – hvort sem það snýst um styrk, þol, þyngdarstjórnun eða
bætta líðan.
Vegverð Arons hefur ekki alltaf verið bein. Lífsins áskoranir kenndu honum dýrmætan
lærdóm og hjálpuðu við gera að hann að þeim þjálfara sem hann er í dag. Aron hefur
unnið á sjó og starfað sem einkaþjálfari í Vestmannaeyjum áður en hann tók skrefið í
átt að sérhæfðari þjálfun og persónulegri leiðsögn. Með djúpa þekkingu á líkamsrækt,
næringu og andlegri heilsu leggur Aron áherslu á að veita persónulega nálgun sem
skilar árangri.
Hann vill ekki aðeins hjálpa fólki að æfa rétt, heldur einnig að hjálpa einstaklingum að
temja sér heilbrigðan hugsunarhátt þegar kemur að æfingum og almennri heilsu.