Aron,
einkaþjálfari
þinn.

með sérsniðinni þjálfun færðu faglega leiðsögn, sérhannaða æfingaráætlun og stuðning til að ná markmiðum þínum

Aron Þjálfari / Ronni Pepp

Aron Valtýsson, oft kallaður Roni pepp, er menntaður ÍAK einkaþjálfari og er frá
Vestmannaeyjum. Aron býr í Hveragerði, þar sem hann hefur einsett sér að hjálpa
fólki að ná markmiðum – hvort sem það snýst um styrk, þol, þyngdarstjórnun eða
bætta líðan.

Vegverð Arons hefur ekki alltaf verið bein. Lífsins áskoranir kenndu honum dýrmætan
lærdóm og hjálpuðu við gera að hann að þeim þjálfara sem hann er í dag. Aron hefur
unnið á sjó og starfað sem einkaþjálfari í Vestmannaeyjum áður en hann tók skrefið í
átt að sérhæfðari þjálfun og persónulegri leiðsögn. Með djúpa þekkingu á líkamsrækt,
næringu og andlegri heilsu leggur Aron áherslu á að veita persónulega nálgun sem
skilar árangri.

Hann vill ekki aðeins hjálpa fólki að æfa rétt, heldur einnig að hjálpa einstaklingum að
temja sér heilbrigðan hugsunarhátt þegar kemur að æfingum og almennri heilsu.

Menntun & vottanir

Aron Valtýsson, menntaður ÍAK einkaþjálfari, hefur víðtæka reynslu úr líkamsræktargeiranum. Hann hóf feril sinn sem þjálfari í Vestmannaeyjum og Hveragerði og starfar nú sem einkaþjálfari í Hreyfingu í Glæsibæ.

Með ástríðu fyrir styrk, þoli og bættri heilsu, sameinar Aron fagþekkingu og persónulega nálgun sem skilar árangri – hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða stefna lengra.

Afhverju að vinna með mér?

Ég mæti þér þar sem þú ert – ekki þar sem þú ættir að vera. Með reynslu, menntun og einlægan áhuga á árangri annarra býð ég upp á persónulega þjálfun sem byggir á trausti, fagmennsku og raunhæfum markmiðum.

Þú færð ekki bara æfingaáætlun – heldur stuðning, pepp og heiðarlega leiðsögn. Ég vinn með fólki, ekki gegn því, og legg áherslu á jafnvægi milli líkama og hugar.

Þín markmið eru mín ábyrgð – hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða vilt taka næsta skref, þá er ég hér til að hjálpa þér að ná raunverulegum og varanlegum árangri.

Skráðu þig og taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan!